„Vonbrigðin felast fyrst og fremst í því að ná ekki í fleiri stig í riðlakeppni HM og EM. Við þurfum að bæta úr því,“ sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ í gær þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við nýjum styrkleikalista FIFA.
Þar er karlalandslið Íslands í 122. sæti og hefur það aldrei verið neðar. Liðið fór niður fyrir frændur okkar frá Færeyjum sem og annað evrópskt smáríki, Liechtenstein. Aðeins 5 Evrópuþjóðir eru fyrir neðan Ísland á listanum.
„Þessi staða mótast bara af því hvernig við höfum verið að spila og við hvaða mótherja. Þetta endurspeglar stigaleysi liðsins og kemur ekkert á óvart. Þessi riðill sem við erum að spila í í undankeppni Evrópumeistaramótsins hlýtur að vera einn sá sterkasti sem við höfum spilað í,“ sagði Geir.
Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.