Þórir kærir Guðjón til aganefndar

Guðjón Þórðarson á bekknum hjá BÍ/Bolungarvík.
Guðjón Þórðarson á bekknum hjá BÍ/Bolungarvík. mbl.is/Ómar

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur kært Guðjón Þórðarson, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ vegna ummæla hans í garð dómara eftir leik liðsins við Þrótt í 1. deildinni á sunnudaginn. Þórir staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld.

Guðjón sagði í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2: „Ég veit ekki hvort dómurunum líkar ekki litarhátturinn á senternum mínum. Það er allavega geysilega mikið veiðileyfi sem fæst á þann mann.“

Samkvæmt vinnureglum sendi Þórir kæruna til aga- og úrskurðarnefndar fyrir síðasta fund hennar og nefndin gefur síðan viðkomandi félagi, í þessu tilfelli BÍ/Bolungarvík, frest til að svara. Reikna má með niðurstöðu frá nefndinni á næsta fundi hennar, á þriðjudaginn kemur. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert