Eyjamenn í undanúrslitin

Frá viðureign Fjölnis og ÍBV í dag.
Frá viðureign Fjölnis og ÍBV í dag. Árni Sæberg

Eyjamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum Valitorsbikars karla í knattspyrnu með 2:1 sigri á Fjölni í Grafarvoginum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. mín. Gunnar Valur skalli rétt yfir markið. Bara viðbótartíminn eftir.

87. mín. Jeffs út hjá ÍBV og Eiður Aron inn.. Bjarni út hjá Fjölni og Styrmir inn.

86. mín. 1:2 MARK Brynjar Gauti skallar í net Fjölnis eftir aukaspyrnu frá vinstri. Var hægra megin í teignum og skallaði í hliðarnetið vinstra megin. Í næstu sókn fékk Halldór Fannar upplagt færi en skaust framhjá marki ÍBV.

81. mín. 1:1 MARK Gunnar Valur jafnar með skalla eftir hornspyrnu frá vinstri, boltin lak inn fyrir marklínuna.

76. mín. 0:1 MARK! Hughes skorar af öryggi úr spyrnunni, lagði boltann neðst í hægra hornið en Hrafn henti sér í hitt.

75. mín. Eyjamenn fá ódýra vítaspyrnu þegar Sytnik fékk í viðureign sinni við Gunnar.

74. mín. Eyjamenn eru mun meira með boltann en gengur erfiðlega að koma sér í færi þó stundum hafi munað litlu.

72. mín. Ómar Hákonarson að koma inná hjá Fjölni í stað Jóhanns Óla.

57. mín. Albert Sævarsson í vandræðum í hornspyrnu, en varnarmenn hans bjarga með því að þruma knettinum í innkast.

53. mín. Egill út hjá Fjölni og Felix Hjálmarsson inn í hans stað.

47. mín. Nú er ausandi rigning og völlurinn orðinn vel blautur, tilvalin fyrir langskot, sem Eyjamenn reyndu ekki mikið í fyrri hálfleik.

46. mín. Eyjamenn gera tvær breytingar, Andri Ólafsson kemur inn fyrir Þórarinn Inga og Sytnik fyrir Guðmund.

45. mín. Kominn háfleikur. Fjölnismenn munu leika undan vindinum í síðari hálfleiknum, en nokkur strekkingur er í Grafarvoginum og gengur á með rigningu.

39. mín. Tryggvi Guðmundsson virðist ekki kátur með hversu illa gengur hjá liðinu að skapa sér færi og hann kallaði hátt og snjallt til félaga sína og sagði þeim að hreyfa sig meira og vinna betur. „It's no walk in the Park!“ sagði Tryggvi.

34. mín. Guðmundur Þórarinsson með flott langskot en Hrafn varði vel í marki Fjölnis.

29. mín. Tryggvi á fínan skalla vinstra megin í teignum en Hrafn varði vel frá honum.

25. mín. Eyjamenn sækja meira en fá engin færi enn sem komið er. Fjölismenn þó líklegir til góðra hluta því Bjarni Gunnarsson, eldfljótur senter er alltaf ógnandi og Eyjamenn verða að hafa góðar gætur á honum.

6. mín. Leikurinn byrjar fremur rólega, Eyjamenn meira með boltan og sækja meira og Guðmundur Þórarinsson fékk ágætt færi áðan en skaut framhjá.

Byrjunarlið Fjölnis: Hrafn Davíðsson, Gunnar Valur Gunnarsson, Jóhann Óli Þórbjörnsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Bjarni Gunnarsson, Egill Gautur Steingrímsson, Marinó Þór Jakobsson, Bergsveinn Ólafsson, Kolbeinn Kristinsson, Halldór Fannar Halldórsson, Guðmundur Karl Guðmundsson.

Varamenn: Hrólfur Vilhjálmsson, Ómar Hákonarson, Magnús Ingi Einarsson, Aron Sigurðsson, Styrmir Árnason , Felix Hjálmarsson, Ottó Marinó Ingason.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Paul Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonni Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Bryan Hughes, Rasmuns Steenberg Christiansen, Ian Jeffs.

Varamenn: Abel Dhaira, Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Yngvi Borgþórsson, Anton Bjarnason, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson.

ÍBV er í þriðja sæti í Pepsideildinni en Fjölnir í fimmta sæti fyrstu deildar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert