Ari Freyr Skúlason var í stóru hlutverki hjá Sundsvall í kvöld þegar liðið sigraði topplið sænsku B-deildarinnar, Degerfors örugglega, 3:0, á heimavelli.
Ari skoraði eitt mark fyrir Sundsvall, beint úr aukaspyrnu, og lagði annað upp. Lið hans styrkti stöðu sína verulega með sigrinum en fyrir leikinn var það í hópi neðstu liða, í hnífjafnri deildinni. Nú er það hinsvegar aðeins fimm stigum frá þriðja sætinu, umspilssæti, og á leik til góða.
Degerfors var á toppnum fyrir leikinn en féll niður í annað sætið á lakari markatölu en Ängelholm, lið Heiðars Geirs Júlíussonar.