Koeman tekinn við Feyenoord

Ronald Koeman.
Ronald Koeman. Reuters

Ronald Koeman var í dag ráðinn þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Feyenoord í stað Mario Been sem í síðustu viku var leystur frá störfum. Koeman, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður hollenska landsliðsins, Barcelona, Ajax, PSV og Feyenoord, hefur víða komið við í þjálfun en meðal þeirra liða sem hann hefur stýrt eru: Ajax, PSV, Valencia og AZ Alkmaar.

Þrír Íslendingar hafa leikið með Feyoord en það eru Akurnesingarnir Pétur Pétursson og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert