KR-ingar eru komnir í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir að hafa slegið út Zilina frá Slóvakíu, 3:2 samanlagt, en Zilina vann í kvöld seinni leik liðanna 2:0. KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í 3. umferð.
Zilina komst yfir í fyrri hálfleik og jók muninn í 2:0 þegar enn voru 20 mínútur til leiksloka. Heimamenn reyndu svo allt hvað þeir gátu að skora þriðja markið en KR-ingum tókst með naumindum að hafa betur í einvíginu. Fylgst var með gnagi mála hér á mbl.is.
Zilina: Martin Dúbravka - Roman Gergel, Prince Ofori, Róbert Pich, Stanislav Angelovic, Marcel Ondrás, Viktor Pecovský, Jozef Piacek, Tomás Majtán, Ivan Lietava, Miroslav Barcík.
Varamenn: Martin Krnác, Lubomír Guldan, Patrik Mráz, David Strihavka, Momodou Ceesay, Nemanja Zlatkovic, Ernest Mabouka.
KR: Hannes Þór Halldórsson - Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Atli Jónasson, Ásgeir Örn Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Dofri Snorrason, Björn Jónsson, Jordao Diogo.