Úrúgvæ sigursælasta lið Suður-Ameríku

Diego Forlán fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Diego Forlán fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Reuters

Úrúgvæ er orðin sigursælasta þjóðin í Ameríkubikarnum í fótbolta, Copa America, frá upphafi eftir sigur á Paragvæ, 3:0, í úrslitaleiknum í Buenos Aires í Argentínu í kvöld. Þetta er fimmtándi sigur Úrúgvæ í keppninni frá upphafi en sá fyrsti í sextán ár.

Luis Suárez skoraði fyrsta markið í kvöld á 12. mínútu. Diego Forlán bætti við marki á 42. mínútu og í uppbótartíma skoraði Forlán sitt annað mark, eftir skyndisókn og sendingu frá Suárez, sem í leikslok var útnefndur besti leikmaður keppninnar.

Úrúgvæ hefur unnið keppnina 15 sinnum, Argentína 14 sinnum, Brasilía 8 sinnum, Paragvæ tvisvar, Perú tvisvar, Kólumbía einu sinni og Bólivía einu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert