Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld kl. 20. Topplið ÍA tók á móti Selfyssingum sem eru í 2. sæti í stórleik umferðarinnar. Skagamenn höfðu betur 2:1 en Mark Donninger skoraði sigurmarkið á 89. mínútu. Á Seltjarnarnesi tapaði Grótta á heimavelli fyrir Víkingi frá Ólafsvík 1:2. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Úrslit:
ÍA - Selfoss: 2:1
Grótta - Víkingur Ó: 1:2
90. mín: Leik lokið. ÍA vann toppslaginn gegn Selfossi 2:1. Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson fékk sitt annað gula spjald rétt eftir að Skagamenn skoruðu sigurmarkið.
90. mín: Leik lokið. Víkingur Ó sigraði 2:1 í rokleik á Seltjarnarnesi.
89. mín: Mark! Staðan er 2:1 fyrir ÍA. Stórtíðindi ofan af Skipaskaga. Mark Donninger skoraði glæsilegt mark fyrir Skagamenn á 89. mínútu. Setti boltann upp í samskeytin úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs með vindinn í bakið.
62. mín: Mark! Staðan er 2:1 fyrir Víking á móti Gróttu. Þorsteinn Ragnarsson skoraði úr vítaspyrnu á 62. mínútu.
52. mín: Staðan er 1:1. Ólsarar voru fljótir að nýta sér meðvindinn í síðari hálfleik á Seltjarnarnesi. Guðmundur Magnússon sem er nýkominn til félagsins frá Fram skoraði með föstu skoti upp í þaknetið á 52. mínútu.
45. mín: Flautað hefur verið til leikhlés á Seltjarnarnesi og þar hefur Grótta 1:0 yfir.
36. mín: Mark! Staðan er 1:1 á Akranesi. Selfyssingar jöfnuðu eftir barning í vítateig ÍA. Ekki var auðvelt að koma auga á hver skoraði markið og vallarþulurinn hefur ekki tilkynnt hver skoraði.
20. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyrir ÍA. Skagamenn láta það ekki hindra sig að vera manni færri á vellinum og þurfa að leika á móti stífum vindi. Þeir spiluðu sig í gegnum vörn Selfoss og Gary Martin skoraði á 20. mínútu.
19. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyrir Gróttu. Jónmundur Grétarsson skoraði með skoti úr teignum en hann er að leika sinn annan leik fyrir félagið eftir félagaskipti frá BÍ/Bolungarvík.
14. mín: Rautt spjald! Leikurinn byrjar með látum á Skaganum því Heimir Einarsson miðvörður ÍA fékk rautt spjald á 14. mínútu. Hann hindraði leikmann Selfyssinga í því að komast einn inn fyrir vörn Skagamanna að mati dómarans. Aðstæður á Akranesi eru skrautlegar, rok og rigning.