KR-ingar nánast úr leik

Baldur Sigurðsson í baráttunni í leiknum í kvöld.
Baldur Sigurðsson í baráttunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Ernir

KR-ingar eru svo að segja úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu þetta árið eftir 4:1 tap gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í Vesturbænum í kvöld í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

KR fékk óskabyrjun þegar Guðjón Baldvinsson skoraði strax á 2. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin seint í fyrri hálfleik og skoruðu svo þrívegis á sautján mínútna kafla í þeim seinni. Liðin mætast að nýju í Georgíu eftir viku.

KR: Hannes Þór Halldórsson - Dofri Snorrason, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur R. Gunnarsson - Baldur Sigurðsson, Ásgeir Örn Ólafsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Atli Jónasson, Bjarni Guðjónsson, Egill Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Magnús Már Lúðvíksson.

Dinamo Tbilisi: Giorgi Loria, Gulverd Tomashvili, Jirí Homola, Alexandre Koshkadze, Giorgi Kakhelishvili, David Odikadze, Alberto Yague, Carles Coto, Giorgi Rekhviashvili, Xisco, Nika Kvekveskiri.
Varamenn: Giorgi Nadiradze, Nikoloz Pirtskhalava, Jambul Jigauri, Giorgi Tekturmanidze, Goga Beraia, Robertinho, Irakli Lekvtadze.

KR 1:4 Dinamo Tbilisi opna loka
90. mín. Alexandre Koshkadze (Dinamo Tbilisi) á skot framhjá Skot rétt utan teigs framhjá markinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert