Egil Drillo Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu er ánægður með riðilinn sem Norðmenn drógust í fyrir undankeppni HM en Noregur er í riðli með Slóveníu, Sviss, Albaníu, Kýpur og Íslendingum. Hann segist þó hafa viljað fá aðra mótherja úr tveimur neðstu styrkleikaflokkunum heldur en Kýpur og Ísland.
,,Þetta hefði klárlega geta orðið verri niðurstaða. Við sluppum við að mæta bestu liðunum í potti númer tvö en við vorum kannski óheppnir að fá Kýpur og Ísland úr potti númer fimm og sex,“ sagði Olsen við fréttamenn eftir dráttinn.
,,Við vildum fá Slóveníu af liðunum í potti tvö og fengum. Við höfum náð góðum úrslitum á móti Sviss en ég þekki lítið til Albaníu. Hvað Kýpur og Ísland varðar vorum við óheppnir. Þetta eru lið sem geta tekið stig frá hvaða liði sem er en í heildina séð þá getum við verið nokkuð sáttir með riðilinn.“