ÍA vann í kvöld sinn 14. sigur í 15 leikjum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði Víking í Ólafsvík, 1:0. Fjölnir kom sér upp í 4. sæti með 1:0 sigri á ÍR í Breiðholti og Þróttur R. vann HK 3:1. HK er því enn án sigurs með 5 stig á botni deildarinnar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Víkingur Ó. - ÍA, leikskýrsla 0:1
- Gary Martin 8.
ÍR - Fjölnir, leikskýrsla 0:1
Guðmundur Karl Guðmundsson 29. Rautt spjald: Davíð Þór Rúnarsson (Fjölni) 85.
Þróttur R. - HK, leikskýrsla 3:1
Halldór Hilmisson 25., 28., Sveinbjörn Jónasson 27. - Ívar Örn Jónsson 63. Rautt spjald: Farid Abdel Zato-Arouna (HK) 85.
20:59 Leik lokið á Valbjarnarvelli með 3:1 sigri Þróttar.
20:57 Leik lokið á ÍR-velli þar sem Fjölnir vann 1:0 sigur.
20:54 ÍR-völlur. Davíð Þór Rúnarsson kom inná sem varamaður á 85. mínútu hjá Fjölni og fékk rautt spjald fyrir brot tveimur mínútum síðar. ÍR-ingar hafa átt nokkur mjög góð færi og Fjölnismenn meðal annars bjargað á marklínu en staðan er enn 1:0 þeim í vil.
20:52 Leik lokið í Ólafsvík þar sem Skagamenn unnu 1:0.
20:51 Valbjarnarvöllur. HK varð manni færra þegar Farid Abdel Zato-Arouna fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
20:48 Valbjarnarvöllur. HK-ingar hafa sótt linnulítið eftir að þeir minnkuðu muninn og átti Hafsteinn Briem meðal annars skalla í þverslá. Staðan er þó enn 3:1 Þrótti í vil.
20:29 MARK Á VALBJARNARVELLI, 3:1 HK-ingar náðu að minnka muninn þegar hinn 17 ára gamli Ívar Örn Jónsson hirti boltann af miðverði Þróttar við vítateigslínuna og skoraði af öryggi.
19:54 Nú er hálfleikur í öllum leikjum. Fjölnir er 1:0 yfir á ÍR-velli, ÍA 1:0 yfir gegn Víkingi og Þróttur 3:0 yfir gegn HK.
19:38 MARK Á ÍR-VELLI, 0:1 Guðmundur Karl Guðmundsson kom Fjölni yfir með skallamarki eftir hornspyrnu.
19:37 MARK Á VALBJARNARVELLI, 3:0 Þróttarar eru nánast búnir að gera út um leikinn á þremur mínútum. Halldór Hilmisson lék laglega í gegnum vörn HK og framhjá Ögmundi markverði áður en hann skoraði sitt annað mark.
19:36 MARK Á VALBJARNARVELLI, 2:0 Vilhjálmur Pálmason komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi boltann á fjærstöng þar sem Sveinbjörn Jónasson skallaði knöttinn í netið.
19:34 MARK Á VALBJARNARVELLI, 1:0 Þróttarar komust yfir þegar Halldór Hilmisson slapp einn í gegnum vörn HK, lék á Ögmund markvörð og skoraði í tómt markið.
19:20 Valbjarnarvöllur Enn er markalaust eftir um stundarfjórðungsleik á Valbjarnarvelli þar sem Þróttur tekur á móti HK. Sveinbjörn Jónasson fékk opið færi strax á annarri mínútu en Ögmundur Ólafsson, markvörður HK, varði vel. Þróttarar byrjuðu með látum en á síðustu mínútum hefur leikurinn jafnast.
19:09 MARK Í ÓLAFSVÍK, 0:1 Gary Martin kemur ÍA yfir á 8. mínútu í Ólafsvík gegn Víkingi. Martin tók aukaspyrnu nokkru fyrir utan vítateiginn, boltinn kemur við höfuð eins varnarmanna Víkinga og fer þaðan í markið.