Ísland I spilar um gullið

Þórður Jón Jóhannesson skoraði fyrra mark Íslands í dag.
Þórður Jón Jóhannesson skoraði fyrra mark Íslands í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ísland I, annað af íslensku liðunum tveimur á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu hjá U17-liðum karla, tryggði sér efsta sæti A-riðils með 2:1 sigri á Englandi á Dalvíkurvelli í dag.

Þórður Jón Jóhannesson skoraði fyrra mark Íslands og Stefán Þór Pálsson það síðara en bæði komu mörkin á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Englendingar náðu að minnka muninn en þar við sat.

Ísland I varð því í efsta sæti A-riðils með 7 stig og mætir sigurvegara B-riðils, Danmörku, í leik um gullið á sunnudag. Noregur varð í 2. sæti A-riðils með 5 stig og mætir annað hvort Íslandi II, sem tapaði 2:0 fyrir Danmörku í dag, eða Finnlandi í leik um 3. sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert