Stefán frá Lilleström til Úkraínu

Stefán Gíslason æfir nú með liði í Úkraínu.
Stefán Gíslason æfir nú með liði í Úkraínu. Ómar Óskarsson

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefur sagt skilið við norska félagið Lilleström en samningur hans við félagið rann út núna um mánaðamótin. Stefán hugðist þó leika með Lilleström á morgun en snerist hugur þegar boð barst um að koma til reynslu hjá úkraínska úrvalsdeildarfélaginu Volyn Lutsk.

„Hann er farinn til reynslu í nokkra daga og það kemur líklega í ljós strax eftir helgi, myndi ég halda, hvort það verður eitthvað úr þessu,“ sagði Arnór Guðjohnsen umboðsmaður Stefáns í samtali við Morgunblaðið.

Úkraínska úrvalsdeildin er nýhafin eftir sumarfrí en Lutsk varð í 11. sæti á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið sér sæti þar árið áður. Í deildinni eru nokkur mjög sterk lið á borð við Shaktar Donetsk og Dynamo Kiev.

Stefán, sem er 31 árs gamall, lék með Lilleström í sumar en var áður leikmaður Bröndby í Danmörku í fjögur ár. Þaðan var hann lánaður til Viking í Noregi í fyrra en Stefán hefur einmitt verið orðaður við Viking í sumar. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert