Ólafur blæs til sóknar í Búdapest

Birkir Bjarnason verður í stöðu sóknartengiliðs gegn Ungverjum í kvöld …
Birkir Bjarnason verður í stöðu sóknartengiliðs gegn Ungverjum í kvöld ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Eggert Jóhannesson

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A -landsliðs karla, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Ungverjum í vináttulandsleik þjóðanna í knattspyrnu karla í Búdapest í kvöld.

Leikið verður með fjögurra manna vörn og einn varnartengilið þar fyrir framan.  Tveir sóknartengiliðir og svo fljótir vængmenn styðja við fremsta mann í sóknaraðgerðum.

Markvörður:

Stefán Logi Magnússon.

Bakverðir:

Birkir Már Sævarsson og Indriði Sigurðsson.

Miðverðir:

Hermann Hreiðarsson fyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson.

Varnartengiliður:

Aron Einar Gunnarsson.

Sóknartengiliðir:

Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Bjarnason.

Kantmenn:

Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson.

Framherji:

Heiðar Helguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert