Spænskir knattspyrnumenn hóta verkfalli

Iker Casillas er tilbúinn að fara í verkfall.
Iker Casillas er tilbúinn að fara í verkfall. Reuters

Leikmenn í efstu tveimur deildum á Spáni hyggjast fara í verkfall fyrstu tvær vikurnar af komandi leiktíð verði ekki brugðist við kröfum þeirra um betra vinnuumhverfi.

Spænsku leikmannasamtökin segja málið aðallega snúast um að stækka varasjóð sem ætlaður er til að greiða leikmönnum laun fari svo að félagið sem þeir spila fyrir geti ekki borgað á réttum tíma vegna fjárhagsörðugleika. Segja þeir að Spánverjar séu aftarlega á merinni samanborið við önnur lönd í þessum efnum.

„Við erum allir sammála um að fara í verkfall. Deildin hefst ekki nema leyst verði úr þessu máli,“ sagði Luis Rubiales, forseti leikmannasamtakanna. 

Á meðal leikmanna sem mættu til að lýsa yfir stuðningi við ákvörðunina voru spænsku landsliðsmennirnir Iker Casillas og Carles Puyol.

Áætlað er að keppni hefjist á Spáni eftir rúma viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert