Sölvi skoraði fyrir bæði lið

Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Reuters

Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, skoraði fyrir dönsku meistarana FC Köbenhavn í kvöld þegar þeir töpuðu 1:3 gegn Viktoria Plzen á Parken í Kaupmannahöfn. Liðin léku þar fyrri leik sinn um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sölvi skoraði reyndar tvö mörk í leiknum en fyrsta mark Tékkanna var sjálfsmark sem skráist á Sölva.

Tékkarnir náðu tveggja marka forskoti í seinni hálfleik en Sölvi Geir minnkaði muninn í 1:2 á 69. mínútu. Sölvi lék allan tímann en Ragnar Sigurðsson sat á bekknum.

Staða FC Köbenhavn fyrir seinni leikinn í Tékklandi er því afar erfið. Liðið sem tapar einvíginu fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert