Rúrik einn frammi gegn Villarreal

Rúrik á ferðinni í leik gegn Danmörku.
Rúrik á ferðinni í leik gegn Danmörku. mbl.is/Gísil Baldur

Danska liðið OB tekur á móti Villarreal frá Spáni í kvöld kl. 18.45 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Rúrik Gíslason er í byrjunarliði OB og hann þarf að taka að sér nýtt hlutverk vegna meiðsla sóknarmannanna Peter Utaka og Tore Reginiussen. Rúrik, sem spilar vanalega úti á kanti, verður einn í fremstu víglínu í 4-4-1-1 uppstillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka