Egil Drillo Olsen, landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu, tilkynnti í dag 20 manna hóp fyrir leikina gegn Íslandi og Danmörku í undankeppni EM sem fram fara 2. og 6. september.
Fátt kom norskum fjölmiðlamönnum á óvart nema að hann skyldi ekki velja Håvard Nordtveit sem hefur leikið mjög vel með Mönchengladbach í Þýskalandi að undanförnu.
Drillo sagðist á blaðamannafundi eiga von á mjög erfiðum leik gegn Íslandi í Ósló 2. september. "Þeir töpuðu illa í síðasta leik og sagan segir að þeir vilji bæta fyrir það," sagði þjálfarinn reyndi sem er með lið sitt í hörðum slag við Danmörku og Portúgal um toppsæti riðilsins.
Drillo var spurður mikið út í John Carew, sem hefur lítið spilað að undanförnu en kom inná hjá West Ham gegn Leeds í ensku B-deildinni um helgina. „Ef hann hefði ekki verið kominn að hjá nýju félagi hefði ég ekki valið hann. Carew hefur æft vel og það er góðs viti að honum var skipt inná snemma," sagði Egil Drillo Olsen.
Lið Norðmanna er þannig skipað:
Markverðir:
Rune A. Jarstein, Viking Stavanger
Jon Knudsen, Stabæk
Espen Bugge Pettersen, Molde
Útileikmenn:
Mohammed Abdellaoue, Hannover
Daniel Braaten, Toulouse
Simen Brenne, Odd Grenland
John Carew, West Ham
Vadim Demidov, Real Sociedad
Christian Grindheim, FC Köbenhavn
Henning Hauger, Hannover
Brede Hangeland, Fulham
Erik Huseklepp, Portsmouth
Tom Høgli, Club Brugge
Ruben Yttergård Jenssen, Tromsö
Jonathan Parr, Crystal Palace
Morten Gamst Pedersen, Blackburn
John Arne Riise, Fulham
Espen Ruud, OB
Alexander Tettey, Rennes
Kjetil Wæhler, AaB