Kamerúninn Samuel Eto'o gekk í dag til liðs við rússneska liðið Anzhi frá ítalska liðinu Inter. Framherjinn skæði verður hæst launaði knattspyrnumaður heims en hann kemur til með að fá sem svarar 3,3 milljörðum íslenskra króna í laun á ári hjá Rússunum.
Samningurinn er til þriggja ára og er talið að rússneska liðið geiði Inter nálægt 4,5 milljörðum íslenskra króna fyrir Eto'o, sem hefur verið í herbúðum Inter í tvö ár en þar áður lék hann með Barcelona.