Eyjólfur velur 23 fyrir 21-árs landsliðið

Guðlaugur Victor Pálsson á flesta leiki að baki í nýja …
Guðlaugur Victor Pálsson á flesta leiki að baki í nýja hópnum. mbl.is/Eggert

Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir tvo fyrstu leiki liðsins í nýrri Evrópukeppni. Ísland mætir Belgíu á  Hlíðarenda 1. september og Noregi á Kópavogsvelli 6. september.

Í hópnum eru 11 leikmenn sem hafa spilað með 21-árs landsliðinu en aðeins einn,  Björn Bergmann Sigurðarson, sem kom  við sögu í leikjum þess í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. Þeir Arnar Darri Pétursson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru einnig í hópnum þar en tóku ekki þátt í leikjunum þremur.

Aðeins fimm af 23 leikmönnunum leika erlendis og einn þeirra, Ásgeir Þór Magnússon, spilar með 2. deildarliði Hattar á Egilsstöðum.

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru ekki í hópnum og eru því væntanlega í A-landsliðshópnum sem verður tilkynntur á morgun, og þá er Hólmar Örn Eyjólfsson frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE (3)
Árni Snær Ólafsson, ÍA
Ásgeir Þór Magnússon, Hetti

Varnarmenn:
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (4)
Kristinn Jónsson, Breiðabliki (2)
Jóhann Laxdal, Stjörnunni (2)
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV (1)
Dofri Snorrason, KR
Gísli Páll Helgason, Þór
Hlynur Atli Magnússon, Fram

Miðjumenn:
Guðlaugur Victor Pálsson, Hibernian (6)
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV (3)
Björn Daníel Sverrisson, FH (2)
Atli Sigurjónsson, Þór
Björn Jónsson, KR
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík

Sóknarmenn:
Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström (5)
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki (4)
Aron Jóhannsson, AGF (2)
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Jóhann Helgi Hannesson, Þór
Kolbeinn Kárason, Val

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert