Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir tvo fyrstu leiki liðsins í nýrri Evrópukeppni. Ísland mætir Belgíu á Hlíðarenda 1. september og Noregi á Kópavogsvelli 6. september.
Í hópnum eru 11 leikmenn sem hafa spilað með 21-árs landsliðinu en aðeins einn, Björn Bergmann Sigurðarson, sem kom við sögu í leikjum þess í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. Þeir Arnar Darri Pétursson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru einnig í hópnum þar en tóku ekki þátt í leikjunum þremur.
Aðeins fimm af 23 leikmönnunum leika erlendis og einn þeirra, Ásgeir Þór Magnússon, spilar með 2. deildarliði Hattar á Egilsstöðum.
Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru ekki í hópnum og eru því væntanlega í A-landsliðshópnum sem verður tilkynntur á morgun, og þá er Hólmar Örn Eyjólfsson frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE (3)
Árni Snær Ólafsson, ÍA
Ásgeir Þór Magnússon, Hetti
Varnarmenn:
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (4)
Kristinn Jónsson, Breiðabliki (2)
Jóhann Laxdal, Stjörnunni (2)
Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV (1)
Dofri Snorrason, KR
Gísli Páll Helgason, Þór
Hlynur Atli Magnússon, Fram
Miðjumenn:
Guðlaugur Victor Pálsson, Hibernian (6)
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV (3)
Björn Daníel Sverrisson, FH (2)
Atli Sigurjónsson, Þór
Björn Jónsson, KR
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík
Sóknarmenn:
Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström (5)
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki (4)
Aron Jóhannsson, AGF (2)
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Jóhann Helgi Hannesson, Þór
Kolbeinn Kárason, Val