Egil „Drillo“ Olsen landsliðsþjálfari Noregs hefur framlengt samning sinn við knattspyrnusambandið fram yfir heimsmeistaramótið í Brasilíu. Þangað vill „Drillo“ fara með liðið en hann var ekki sá eini sem kom til greina. „Við skoðuðum nokkra möguleika en við teljum að Egill Olsen sé sá besti til að leiða liðið á næstu árum,“ sagði Johan Semb íþróttastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu.
„Drillo“ sem er 69 ára gamall mun því stjórna liðinu bæði í undankeppni Evrópumótsins og HM áður en samningurinn rennur út. „Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að halda áfram og að norska knattspyrnusambandið sé ánægt með störf mín hingað til. Markmiðið er að koma liðinu á heimsmeistaramótið í Ríó."
Ísland mætir Noregi eftir viku ytra.