Messi valinn sá besti í Evrópu

Lionel Messi með verðlaunin ásamt Michel Platini, forseta UEFA.
Lionel Messi með verðlaunin ásamt Michel Platini, forseta UEFA. Reuters

Lionel Messi, Argentínumaðurinn snjalli hjá Barcelona, var útnefndur leikmaður ársins í Evrópu keppnistímabilið 2010-2011 í nýju kjöri sem kynnt var í Mónakó í fyrrakvöld. Það eru evrópsku fjölmiðlasamtökin European Sports Media sem standa að kjörinu í samvinnu við UEFA en frammistaða leikmanna á síðasta tímabili, bæði með félagsliðum og landsliðum, er metin.

Messi fékk 39 atkvæði af 53 í kjörinu. Xavi, félagi hans hjá Barcelona og leikmaður spænska landsliðsins, fékk 11 atkvæði og Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, fékk 3 atkvæði.

Michel Platini, forseti UEFA, afhenti Messi viðurkenninguna í Mónakó. Kjörið er sambærilegt við það sem áður var á vegum franska tímaritsins France Football, en því kjöri var síðan breytt í heimskjör fyrir nokkrum árum. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka