Jóhann skoraði gegn Groningen

Jóhann Berg á ferðinni í landsleik gegn Ungverjalandi á dögunum.
Jóhann Berg á ferðinni í landsleik gegn Ungverjalandi á dögunum. Reuters

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag þegar AZ Alkmaar sigraði Groningen, 3:0, á útivelli.

Jóhann hóf leikinn á varamannabekknum en kom til leiks í upphafi síðari hálfleiks. Hann skoraði annað mark AZ á 79. mínútu með góðu skoti í stöng og inn.

AZ er þar með í fjórða sæti deildarinnar. Twente er með 12 stig eftir fjórar umferðir, Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru með 10 stig og PSV og AZ eru með 9 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert