Veigari vísað af hóteli íslenska landsliðsins

Veigar Páll Gunnarsson í leik með landsliðinu gegn Suður-Afríku.
Veigar Páll Gunnarsson í leik með landsliðinu gegn Suður-Afríku. Kristinn Ingvarsson

Eins og fram hefur komið var Veigar Páll Gunnarsson ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í knattspyrnu í leiknum á móti Kýpurbúum í fyrrakvöld. Veigar var valinn í 22 manna hópinn fyrir leikina á móti Norðmönnum og Kýpurbúum og kom þar með inn í landsliðshópinn að nýju eftir nokkurt hlé.

Hann kom inná í seinni hálfleiknum í leiknum á móti Norðmönnum í Ósló á föstudagskvöldið og lék þar með sinn 34. landsleik. Veigar var síðan ekki valinn í leikmannahópinn fyrir leikinn á móti Kýpur og var sú skýring gefin að vegna ágreinings Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara og Veigars hefði leikmaðurinn yfirgefið hópinn.

Morgunblaðið setti sig í samband við Ólaf landsliðsþjálfara í gær og spurði hann nánar út í ástæðuna fyrir því að Veigar var ekki í hópnum.

„Ástæðan fyrir því að Veigar var ekki í leikmannahópnum í leiknum á móti Kýpur voru þær að hann virti ekki agareglur liðsins og ég vísaði honum burtu af hótelinu á miðnætti á laugardagskvöldið,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið.

Það má slá því föstu að Veigar verður úti í kuldanum hjá Ólafi þegar hann velur sinn síðasta landsliðshóp fyrir leikinn á móti Portúgölum sem fram fer á Estadio do Dragao í Lissabon föstudaginn 7. október en það verður síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Ólafs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert