Selfyssingar stoppuðu stutt við í 1. deild karla í knattspyrnu eða aðeins eitt sumar. Þeir féllu úr efstu deild á síðustu leiktíð en unnu sæti sitt að nýju á meðal þeirra bestu í dag. Lærisveinar Loga Ólafssonar unnu þá ÍR 3:1. Þá tóku Skagamen við bikarnum fyrir sigur í 1. deildinni eftir 5:0 sigur á KA í þeirra síðasta heimaleik. Ein umferð er eftir en spennan er þó farin úr toppbaráttunni.
Hún, spennan er þó í algleymingi í botnbaráttunni en þar berjast nú Grótta og Leiknir R. um sæti í deildinni að ári þegar ein umferð er eftir. Liðin mættust einmitt í dag og lengi vel stefndi í að Leiknir færi upp fyrir Gróttu á markatölu. Gestirnir skoruðu á 27. mínútu 1:0 og þannig stóðu leikar allt fram í uppbótartíma þegar Hafsteinn Bjarnason jafnaði metin 1:1 fyrir Gróttu.
Þurfa að vinna ÍA og treysta á að Grótta tapi
Þar með skilja enn þrjú stig liðin að en markatala Leiknis R. er mun betri og því geta þeir bjargað sér vinni þeir ÍA á heimavelli í síðustu umferðinni og Grótta tapar fyrir HK á útivelli. Að öðrum kosti er Leiknir R. fallið í 2. deild.
ÍR sagði skilið við fallbaráttuna í dag þrátt fyrir tap fyrir Selfyssingum. Það gerðu úrslitin í leik Gróttu og Leiknis R. Önnur úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
Þá var einnig fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu sem má nálgast með því að smella hér.
1. DEILD KARLA: Staðan hér.
BÍ/Bolungarvík - Víkingur Ó 0:1 ( - Artjom Goncar 61.)
ÍR - Selfoss 1:3 (Stefán Þór Pálsson 38. - Viðar Örn Kjartansson 21., 35., 44.)
Grótta - Leiknir R. 1:1 (Hafsteinn Bjarnason 90. - Óttar Bjarni Guðmundsson 27.)
ÍA - KA 5:0 (Fannar Freyr Gíslason 11., Mark Doninger 50., Hjörtur Júlíus Hjartarson 78., 89., 90. - )
Haukar - Þróttur R. 3:3 (Hilmar Emilsson 19. Alieu Jagne 22., 26. - Sveinbjörn Jónasson 16., 68. (víti), Dusan Ivkovic 17.)
Fjölnir - HK 2:2 (Ómar Hákonarson 7., 48. - Eyþór Helgi Birgisson 13., 53.)