Dýrkeypt sjálfsmark Haraldar

Haraldur Freyr Guðmundsson í búningi Start.
Haraldur Freyr Guðmundsson í búningi Start. www.ikstart.no

Haraldur Freyr Guðmundsson, leikmaður Start, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld og það mark reyndist ansi dýrkeypt því það réð úrslitunum í viðeign Start og Álasunds í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar.

Álasund vann leikinn, 1:0, en Haraldur skoraði í eigið mark á 40. mínútu. Haraldur lék í nokkur ár með Álasundi áður en hann sneri aftur til baka til Keflavíkur. Hann yfirgaf hins vegar Suðurnesjaliðið í síðasta mánuði og samdi við Start til loka leiktíðarinnar.

Það verða því Álasund og Brann sem leika til úrslita um norska bikarmeistaratitilinn en Birkir Már Sævarsson leikur sem kunnugt er með Brann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert