Leikmaður Brann fékk hjartastopp í leik

Þyrla lenti á vellinum og flutti leikmann Brann á sjúkrahús.
Þyrla lenti á vellinum og flutti leikmann Brann á sjúkrahús. Reuters

Carl-Erik Torp, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Brann, sem landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson leikur með, fékk hjartaáfall í leik Brann gegn Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Leikmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hné niður þegar skammt var til leiksloka en hann fékk hjartastopp. Þyrla var kölluð á staðinn og flutti leikmanninn á sjúkrahús eftir að læknar höfðu hlúð að honum og komið hjartanu af stað. Að sögn lækna á sjúkrahúsinu er líðan Torps stöðug en hann kemur til með að dvelja á sjúkrahúsi einhverja daga til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka