Chelsea missti af tveimur stigum gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld á lokamínútunum þegar Roberto Soldado jafnaði fyrir Spánverjana, 1:1. Arsenal lagði Olympiacos, 2:1, og Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona sem burstaði BATE Borisov í Minsk, 5:0.
Chelsea virtist með sigurinn í höndunum í Valencia eftir mark frá Frank Lampard en Diego Alves markvörður Spánverjanna hélt sínu liði á floti með stórbrotinni markvörslu hvað eftir annað. Á 87. mínútu fékk Valencia hinsvegar vítaspyrnu þegar Salomon Kalou slæmdi hönd í boltann á óskiljanlegan hátt og Roberto Soldado jafnaði, 1:1.
Alex Oxlade-Chamberlain, 18 ára nýliði, kom Arsenal yfir á 8. mínútu í sínum fyrsta meistaradeildarleik þegar Olympiacos frá Grikklandi kom í heimsókn á Emirates. André Santos bætti fljótlega við sínu fyrsta marki fyrir Arsenal, 2:0. Grikkirnir svöruðu strax, 2:1, og þar við sat.
Lionel Messi gerði tvö marka Barcelona sem vann þægilegan sigur í Hvíta-Rússlandi á Íslandsvinunum í BATE Borisov, 5:0. Staðan var orðin 3:0 nokkru fyrir hlé og Katalóníuliðið var aldrei í vandræðum.
Marseille er eina liðið í riðlum kvöldsins sem er með 6 stig eftir tvær umferðir en Frakkarnir lögðu Dortmund örugglega, 3:0, þar sem André Ayew skoraði tvívegis.
Kýpurbúarnir í APOEL Nicosia eru afar óvænt í toppsæti G-riðils eftir jafntefli gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu, 1:1.
Úrslit í leikjum kvöldsins:
E-RIÐILL:
Leverkusen - Genk 2:0 - LEIK LOKIÐ
Lars Bender 30., MIchael Ballack 90.
Valencia - Chelsea 1:1 - LEIK LOKIÐ
Roberto Soldado 87.(víti) - Frank Lampard 57.
Staðan: Chelsea 4, Leverkusen 3, Valencia 2, Genk 1.
F-RIÐILL:
Arsenal - Olympiacos 2:1 - LEIK LOKIÐ
Alex Oxlade-Chamberlain 8., André Santos 20. - David Fuster 27.
Marseille - Dortmund 3:0 - LEIK LOKIÐ
André Ayew 20., 69., Loic Rémy 62. Rautt spjald: Jordan Ayew (Marseille) 90.
Staðan: Marseille 6, Arsenal 4, Dortmund 1, Olympiacos 1.
G-RIÐILL:
Zenit St. Pétursborg - Porto 3:1. LEIK LOKIÐ
Shirokov 20., 63., Danny 72. - James Rodríguez 10. Rautt spjald: Fucile (Porto) 45.
Shakhtar Donetsk - APOEL Nicosia 1:1 - LEIK LOKIÐ
Jadson 64. - Ivan Trickovski 61.
Staðan: APOEL 4, Zenit 3, Porto 3, Shakhtar 1.
H-RIÐILL:
AC Milan - Viktoria Plzen 2:0 - LEIK LOKIÐ
Zlatan Ibrahimovic 53.(víti), Antonio Cassano 66.
BATE Borisov - Barcelona 0:5 - LEIK LOKIÐ
Aljaksandr Volodko 19. (sjálfsm.), Pedro 22., Lionel Messi 38., 55., David Villa 90.
Staðan: AC Milan 4, Barcelona 4, Viktoria Plzen 1, BATE Borisov 1.
BEIN TEXTALÝSING:
20.33 - Alves markvörður kemur Valencia enn og aftur til bjargar í kvöld. Á 90. mínútu sleppur Nicolas Anelka innfyrir vörnina og inní vítateiginn, virðist í þann veginn að tryggja Chelsea sigur, en Alves ver glæsilega enn einu sinni.
20.30 - MARK - Valencia jafnar metin gegn Chelsea, 1:1. Salomon Kalou fær á sig vítaspyrnu þegar hann slær til boltans eftir hornspyrnu Spánverjanna. Roberto Soldado tekur vítaspyrnuna og skorar af öryggi á 87. mínútu, 1:1.
20.19 - Lionel Messi skráir sig í fleiri metabækur í kvöld. Seinna markið hans í Minsk er hans 194. mark fyrir Barcelona í opinberum mótum. Þar með er hann kominn í 2.-3. sætið yfir markahæstu menn félagsins frá upphafi, jafn Ladislao Kubala. Enn er nokkuð í að Argentínumaðurinn nái þeim markahæsta en César Rodríguez skoraði 235 mörk fyrir Katalóníurisana á sínum tíma.
20.18 - MÖRK - Marseille og AC Milan stefna í þægilega sigra. André Ayew hefur skorað öðru sinni fyrir Marseille sem er 3:0 yfir gegn Dortmund og Cassano er búinn að koma AC Milan í 2:0 gegn Viktoria Plzen.
20.08 - MARK - Leikmenn Shakhtar voru fljótir að jafna gegn APOEL því Jadson skoraði á 64. mínútu en Trickovski hafði komið Kýpurbúunum yfir á 61. mínútu.
20.07 - MÖRK - Óvæntar fréttir frá Úkraínu þar sem Kýpurbúarnir í APOEL Nicosia eru komnir 1:0 yfir gegn Shakhtar Donetsk. APOEL vann Zenit frá Rússlandi í fyrsta leiknum og virðist ætla að vera í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitunum. Þá er Marseille komið í 2:0 gegn Dortmund.
20.00 - MARK - Chelsea nær að skora í Valencia og er komið yfir, 1:0. Það hlaut bara að koma að því eftir stórsókn og hvert dauðafærið á fætur öðru. Frank Lampard var maðurinn sem náði að brjóta Alves markvörð á bak aftur með þrumufleyg rétt utan vítateigs.
19.59 - MARK - Lionel Messi skorar sitt annað mark fyrir Barcelona í Minsk og staðan er 4:0 eftir 55 mínútur. Sögulegt mark líka því Messi skorar sitt 40. mark í Evrópukeppni og er því orðinn markahæsti Argentínumaðurinn á þeim vettvangi frá upphafi. Hernan Crespo var áður markahæstur með 39 mörk.
19.58 - MARK - AC Milan nær loks að brjóta ísinn gegn Viktoria Plzen frá Tékklandi. Zlatan Ibrahimovic skorar úr vítaspyrnu á 53. mínútu, 1:0 fyrir Milan.
19.56 - Tvö dauðafæri Chelsea og enn ver Alves. Nú er það Ramires sem kemst innfyrir vörnina og alla leið innað vítapunkti, einn gegn Alves, sem nær að verja frá honum. Sóknin heldur áfram, Torres þrumar á markið frá markteig, gerir allt rétt, en einhvern veginn nær Alves að kasta sér fyrir skotið og verja!
19.54 - Stórglæsileg markvarsla hjá Alves í marki Valencia á 51. mínútu gegn Chelsea. Fernando Torres er í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá hægri, skallar og boltinn stefnir í netið en Alves nær að slá til boltans.
19.49 - Þá er boltinn byrjaður að rúlla á ný á völlunum sjö í seinni hálfleik.
19.43 - Arsenal nýtti bæði markskotin sem hittu á mark Olympiacos í fyrri hálfleik á meðan Grikkirnir skoruðu úr einu skoti af þeim fimm sem hittu á mark Arsenal.
19.33 - HÁLFLEIKUR. Barcelona er í bestu stöðunni, 3:0 yfir gegn BATE í Minsk, en aðrir leikir eru í járnum, jafnt eða eins marks munur. Chelsea hefur verið sterkari aðilinn í Valencia en þar er staðan 0:0. Arsenal er 2:1 yfir gegn Olympiacos en varnarleikur enska liðsins er ekki traustvekjandi frekar en oft áður í haust og þar má ekkert útaf bregða.
19.24 - MARK - Sjálfur Lionel Messi er kominn á blað í Minsk og kemur Barcelona í 3:0 gegn BATE Borisov á 38. mínútu. Snöggur að átta sig þegar Gutor markvörður missir boltann og skallar hann í netið.
19.14 - MARK - Þá eru menn komnir aftur á skjálftavaktina á Emirates því Grikkirnir eru búnir að minnka muninn í 2:1. David Fuster skorar fyrir Olympiacos á 27. mínútu.
19.09 - MARK - Barcelona virðist ekki vera í vandræðum í Hvíta-Rússlandi og er komið í 2:0 gegn BATE. Pedro skorar annað markið á 22. mínútu eftir sendingu frá David Villa.
19.07 - MÖRK - Arsenal kemur sér í þægilegri stöðu gegn Olympiacos þegar André Santos skorar sitt fyrsta mark fyrir liðið í Meistaradeildinni, 2:0. Sama forysta og Man.Utd náði snemma í gærkvöld! Marseille kemst yfir gegn Dortmund í sama riðli í sömu andrá með marki frá André Ayew.
19.06 - MARK - Barcelona nær forystunni gegn Íslandsvinunum í BATE Borisov en leikur liðanna fer fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Það er sjálfsmark heimamanna, Volodko er sá óheppni á 19. mínútu.
19.03 - Arsenal sleppur með skrekkinn gegn Olympiacos þegar Mikel Arteta bjargar með tilþrifum á marklínunni eftir hornspyrnu.
18.59 - Varnarmenn Valencia eru í miklum vandræðum gegn Chelsea. Nú er Ruiz heppinn að fá ekki rautt spjald þegar Ramires stingur sér framhjá honum og í gegnum miðja vörnina. Ruiz grípur í Ramires og fær gula spjaldið. Aukaspyrna af 20 m færi og hörkuskot frá Frank Lampard er varið.
18.55 - MARK - Arsenal er komið 1:0 yfir gegn Olympiacos í London. Óskabyrjun hjá nýliðanum Alex Oxlade-Chamberlain sem skorar á 8. mínútu í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni. Vel gert hjá stráknum sem tekur boltann laglega niður eftir langa sendingu frá Alex Song, hristir af sér tvo varnarmenn og sendir boltann í netið af um 12 metra færi.
18.49 - Fernando Torres var nærri því að fá vítaspyrnu fyrir Chelsea gegn Valencia strax á 3. mínútu. Rami stöðvaði hann í vítateignum á all harkalegan hátt en slapp með skrekkinn.
18.45 - Leikirnir sjö eru hafnir.
18.43 - Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal fylgist með sínum mönnum úr stúkunni á Emirates leikvanginum. Hann tekur út seinni leikinn í tveggja leikja banni. Pat Rice stýrir liðinu af bekknum gegn Olympiacos.
18.37 - Það er viðbúið að Fernando Torres spili allan leikinn gegn Valencia í kvöld. Hann er kominn í þriggja leikja bann í Englandi, spilar ekki deildaleik næstu vikurnar, og því þarf André Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea ekki að spara hann.
18.29 - Ensku liðin hafa ekki farið vel af stað í keppninni í haust og aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í Meistaradeildinni. Spurning hvort Arsenal og Chelsea ná að lagfæra það?
LIÐSUPPSTILLINGAR:
Barcelona: Víctor Valdés, Daniel Alves, Puyol, Abidal, Xavi Hernández, Thiago Alcántara, Mascherano, Keita, Villa, Messi, Pedro Rodríguez.
Varamenn: José Pinto, Piqué, Maxwell, Fontàs, Fàbregas, Busquets, Adriano.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Song, Andre Santos, Frimpong, Arteta, Rosický, Oxlade-Chamberlain, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Fabianski, Park, van Persie, Ramsey, Jenkinson, Gibbs, Coquelin.
Olympiacos: Costanzo, Torosidis, Mellberg, Marcano, Holebas, Orbaiz, Fejsa, Ibagaza, David Fuster, Djebbour, Mirallas.
Varamenn: Megyeri, Modesto, Pantelic, Papadopoulos, Makoun, Potouridis, Abdoun.
Valencia: Diego Alves, Miguel, Rami, Victor Ruiz, Jordi Alba, Ever, Albelda, Pablo, Canales, Mathieu, Soldado.
Varamenn: Guaita, Bruno, Maduro, Jonas, Feghouli, Piatti, Parejo.
Chelsea: Cech, Bosingwa, Luiz, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Malouda, Torres, Mata.
Varamenn: Turnbull, Ivanovic, Romeu, Drogba, Meireles, Kalou, Anelka.