Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með landsliðinu í knattspyrnu gegn Portúgal á föstudaginn vegna meiðsla og þá var endanlega staðfest í dag að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki í hópnum af sömu sökum.
Þá er óvíst með þátttöku Helga Vals Daníelssonar þar sem hann og kona hans eiga von á barni á næstu dögum.
Ólafur Jóhannesson kallaði í dag þá Arnór Smárason frá Esbjerg, Baldur Sigurðsson úr KR og Guðmund Kristjánsson úr Breiðabliki inn í hópinn. Í gærkvöld kom Kjartan Henry Finnbogason úr KR inn í hópinn í staðinn fyrir Alfreð Finnbogason sem meiddist um helgina.