Geir bjartsýnn á að fá Lagerbäck

Geir Þorsteinsson ásamt Michel Platini forseta UEFA.
Geir Þorsteinsson ásamt Michel Platini forseta UEFA. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Hann hefur áhuga á starfinu sem er jákvætt, við höfum áhuga á honum og ég er vongóður. Við erum að ræða saman,“ segir Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands Íslands við sænska netmiðilinn fotbollskanalen en flest bendir til þess að Svíinn Lars Lagerbäck verði ráðinn næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

,,Lagerbäck er mjög góður þjálfari sem hefur náð góðum árangri með sænska landsliðið. Hann þekkir okkar okkar fótbolta og við getum unnið saman,“ segir Geir við sænska netmiðilinn en Ólafur Jóhannesson stýrir íslenska landsliðinu í síðasta skipti á föstudaginn þegar Ísland leikur við Portúgal í lokaleik sínum í undankeppni EM.

Geir er spurður hversu marga þjálfara hann rætt við. Hann segist ekki vilja gefa það upp en hann sé með nokkur nöfn á blaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert