Úrslit kvöldsins í undankeppni EM

Leikmenn Svartfjallalands fögnuðu gríðarlega í kvöld enda búnir að tryggja …
Leikmenn Svartfjallalands fögnuðu gríðarlega í kvöld enda búnir að tryggja sér sæti í umspili. Reuters

Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld og víða er spenna í riðlunum, bæði hvað varðar sæti í lokakeppninni og í umspilinu. Þær þjóðir sem eru öruggar um sæti í lokakeppninni eru auk gestgjafanna Úkraínu og Póllands: Holland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og England.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill:
Azerbaijan - Austurríki 1:4
Tyrkland - Þýskaland 1:3
Belgía - Kasakstan 4:1

- Þýskaland vinnur riðilinn en Belgía og Tyrkland berjast um sæti í umspili. Belgía er með 15 stig en Tyrkland 14 stig.

B-riðill:
Armenía - Makedónía 4:1
Slóvakía - Rússland 0:1
Andorra - Írland 0:2

- Rússland er í efsta sæti með 20 stig, Írland hefur 18 og Armenía 17 stig.

C-riðill:
Norður-Írland - Eistland 1:2
Serbía - Ítalía 1:1

- Ítalía vinnur riðilinn. Eistland er með 16 stig og Serbía 15.

D-riðill:
Bosnía - Lúxembúrg 5:0
Rúmenía - Hvíta-Rússland 2:2
Frakkland - Albanía 3:0

- Frakkland er efst með 20 stig en Bosnía er með 19 stig.

E-riðill:
Finnland - Svíþjóð 1:2
Holland - Moldavía 1:0

- Holland vinnur riðilinn og Svíþjóð fer í umspilið.


F-riðill:
Lettland - Malta 2:0
Grikkland - Króatía 2:0

- Grikkland er efst með 21 stig og Króatía 19 stig

G-riðill:
Wales - Sviss 2:0
Svartfjallaland - England 2:2

- England vinnur riðilinn og Svartfjallaland fer í umspil.

H-riðill:
Kýpur - Danmörk 1:4
Portúgal - Ísland 5:3

- Portúgal og Danmörk eru efst með 16 stig en Noregur hefur 13 stig.

I-riðill:
Tékkland - Spánn 0:2

- Spánn vinnur riðilinn. Tékkland er með 10 stig og Skotland 8 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert