Blendnar tilfinningar

Cristiano Ronaldo með boltann en Aron Einar Gunnarsson sækir að …
Cristiano Ronaldo með boltann en Aron Einar Gunnarsson sækir að honum í Portó í gær. Reuters

„Það voru blendnar tilfinningar að fara af velli eftir 5:3 tap í Portúgal. Við sýndum að við getum spilað sóknarleik, við skoruðum þrjú mörk og fengum þrjú mjög góð færi í viðbót, en svo megum við ekki gleyma því að við fengum á okkur fimm mörk og töpuðum,“ sagði Rúrik Gíslason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið eftir leikinn í Porto í gærkvöld.

Rúrik sagði að það hefði verið einkennilegt að ganga af velli að loknum fyrri hálfleiknum, 3:0 undir. „Þetta var skrýtið því við höfðum átt þrjú bestu færin þegar þeir voru komnir í 2:0. Í hálfleik hömruðum við á því að halda áfram að spila fótbolta og skapa okkur áfram færi, og reyna til að byrja með að vinna seinni hálfleikinn. Það sýndi sig síðan að sjálfstraustið í liðinu er mikið þrátt fyrir allt, og þegar við minnkuðum muninn í 3:2 trúðum við því allir að við gætum jafnað metin þó það tækist því miður ekki.

Sjá allt um landsleikinn og viðtöl við þjálfara og leikmenn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert