Ítalska stórliðið Inter hefur augastað á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni að því er fram kemur í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport. Gylfi er á sínu öðru tímabili með þýska liðinu Hoffenheim en hann í raðir félagsins fyrir rúmu ári frá enska 1. deildarliðinu Reading.
Gylfi er samningsbundinn Hoffenheim til júní 2014 en að því fram kemur í ítalska blaðinu er Claudio Ranieri, nýráðinn þjálfari Inter, spenntur fyrir Gylfa, sem er 22 ára gamall miðju- og sóknarmaður. Talið er að Inter þyrfti að leggja fram 10 milljónir evra til að kaupa Gylfa frá þýska liðinu en sú upphæð jafngildir um 1,5 milljarði íslenskra króna.