Heimir: Get lært mikið af Lagerbäck

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is

,,Þetta er mikill heiður og ég trúi því að ég geti lært mikið af Lagerbäck,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, við sænska netmiðilinn fotbollskanalen.se en eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni hefur blaðið heimildir fyrir því að honum hafi verið boðið að vera aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Öruggt er að Svíinn Lars Lagerbäck verði næsti landsliðsþjálfari en Heimir segir í viðtali við fotbollskanalen.se að það sé ekki komið á hreint að hann hvort taki við starfi aðstoðarmanns.

,,Það er hlutverk Lars að ræða við þann mann sem hann vill að verði sinn aðstoðarmaður. Ég býst við að komist á hreint hjá honum í dag með starfið og eftir það komum við til með að ræða saman. Það sem ég veit um Lars er bara gott og ég tel mjög gott fyrir landsliðið að fá hann sem þjálfara. Afrekaskrá hans er flott og og hann veit hvað hann er að gera. Hann er taktískur þjálfari sem ég tel að ég geti lært mikið af,“ segir Heimir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert