Ragnar glaður að fá nýtt tækifæri

Ragnar Sigurðsson, t.h., í leik með FCK í september.
Ragnar Sigurðsson, t.h., í leik með FCK í september.

Ragnar Sigurðsson miðvörður í danska meistaraliðinu FC Köbenhavn segist glaður að fá nýtt tækifæri til að sanna sig með íslenska landsliðinu í knattspyrnu nú þegar Ólafur Jóhannesson er hættur sem landsliðsþjálfari.

„Það er ekkert sem ég vil meira en að spila fyrir mitt land en ég skildi ekki landsliðsþjálfarann. Þess vegna sagði ég honum að ég ætlaði að einbeita mér að FC Köbenhavn frekar heldur en að sitja á bekknum með landsliðinu. Þessu náði hann ekki. Nú er hann hættur sem landsliðsþjálfari og ég er glaður að fá nýtt tækifæri,“ sagði Ragnar við danska netmiðilinn sporten.dk. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert