Lagerbäck fyrsti útlendingurinn í 20 ár

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Reuters

Svíinn Lars Lagerbäck er fyrsti útlendingurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu frá því landi hans, Bo Johansson, var við stjórnvölinn 1990-1991. Síðan hafa Ásgeir Elíasson, Logi Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, Eyjólfur Sverrisson og Ólafur Jóhannesson þjálfað landsliðið.

Margir útlendingar hafa stýrt íslenska landsliðinu frá því það lék sinn fyrsta leik gegn Dönum árið 1946. Þeir eru:

1946:  Frederick Steele og Murdo MacDougall

1947: Roland Bergström

1948: Joe Devine

1949: Fritz Buchloh

1953: Franz Köhler

1957: Alexander Weir

1968: Walter Pfeiffer

1972: Duncan McDowell

1973: Henning Enoksen

1974-77 - 1984-85: Tony Knapp

1978-79: Júrí Ilitchev

1986-89: Sigfried Held

1990-91 Bo Johansson








mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert