Eiður fótbrotinn og í aðgerð á morgun

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með AEK.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með AEK. Reuters

Gríski netmiðillinn aek365.gr, sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnuliðið AEK, segir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi fótbrotnað í leiknum gegn Olympiacos Pireus í dag. Áður var sagt frá því að Eiður hefði farið meiddur af velli.

Hann fari í aðgerð á morgun vegna brotsins sem sé á sköflungi. Hann verði í besta falli leikfær á ný snemma á árinu 2012 en gæti þurft lengri tíma til að ná sér af meiðslunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka