Margrét Lára til stórliðs Potsdam

Margrét Lára fagnar marki.
Margrét Lára fagnar marki. www.mbl.is

Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hefur samið við þýska stórliðið Turbine Potsdam til eins árs með möguleika á eins árs framlengingu. Hún hefur undanfarin ár leikið með Kristianstad í Svíþjóð og varð markahæst í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Manon Melis hjá Malmö á leiktíðinni sem lauk í dag.

Vefsíðan fótbolti.net greindi frá þessu í dag.

Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var um tíma til reynslu hjá Potsdam fyrir tæpum sex árum síðan og hún lék með Duisburg í Þýskalandi um tíma skömmu síðar. Síðan þá hefur hún leikið með Val, Linköping og Kristianstad en hún er uppalin hjá ÍBV.

Potsdam er án nokkurs vafa eitt besta lið heims. Liðið varð Evrópumeistari í fyrra og hefur orðið þýskur meistari þrjú síðustu ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka