Eftir 20 ára hlé er leitað út fyrir landsteinana á ný eftir landsliðsþjálfara karla í fótbolta. Síðast var það hinn geðþekki Bo Johansson, Svíinn sem stýrði íslenska landsliðinu 1990 og 1991 og gerði það síðar gott sem landsliðsþjálfari Dana. Nú er það landi hans, Lars Lagerbäck, sem í gær var ráðinn þjálfari íslenska liðsins til næstu tveggja ára og tekur formlega við um áramótin.
Ferilskrá Svíans er alls ekki slæm. Hann kom sænska landsliðinu á stórmót í fimm skipti í röð, frá 2000 til 2008, en lét af störfum eftir að það mistókst í sjötta sinn. Fyrst niðurstaðan var á annað borð sú að ráða erlendan þjálfara, er Lagerbäck eflaust vænlegur kostur. Ekki er ástæða til annars en að óska honum velfarnaðar í starfi. Hann mun njóta þess að forveri hans, Ólafur Jóhannesson, var óhræddur við að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Lagerbäck fær því í hendurnar óvenju reyndan hóp ungra og metnaðarfullra fótboltamanna.
Ég er þó hugsi yfir því hve sannfærð KSÍ-forystan var um að Svínn væri rétti maðurinn, umfram aðra áhugasama.
Viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar er að finna í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.