Dóra María tryggði Íslandi stigin þrjú

Dóra María Lárusdóttir skoraði markið sem skildi liðin að.
Dóra María Lárusdóttir skoraði markið sem skildi liðin að. Ómar Óskarsson

Ungverjaland og Íslands mættust í undankeppni EM í knattspyrnu kvenna á Perutz Stadium í Pápa í Ungverjalandi klukkan 12. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu og tryggði Íslandi 1:0 sigur. Hún kom inná sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks. Íslenska liðið var meira með boltann í leiknum og voru ávallt líklegri til að skora. Þóra Björg Helgadóttir markvörður Íslands þurfti þó að verja nokkrum sinnum frá ungversku leikmönnunum.

Ísland styrkti því stöðu sína á toppi riðilsins og er nú með 10 stig eftir fjóra leiki, þrír sigrar og eitt jafntefli. Ungverjar eru enn án stiga eftir þrjá leiki.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.

Lið Íslands: Þóra Helgadóttir (M) - Ólína G. Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir (F), Hallbera Gísladóttir - Málfríður Erna Sigurðardóttir, Laufey Ólafsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (M), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir

Lið Ungverjalands: Réka Szocs (M), Réka Demeter, Tímea Gál, Angéla Smuczer, Lilla Sipos, Anita Padár (F), Zsófia Rácz, Szabina Tálosi, Dóra Papp, Fanny Vágó, Szilvia Szeitl.
Varamenn: Eszter Papp (M), Alexandra Ivett Tóth, Anett Nagy, Rita Méry, Réka Jakab, Boglárka Megyeri, Erika Szuh.

Ungverjaland 0:1 Ísland opna loka
90. mín. Það er komið fram í uppbótartíma og staðan enn 0:1.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka