Norska lögreglan rannsakar félagaskipti Veigars

Veigar Páll í landsleik gegn Norðmönnum.
Veigar Páll í landsleik gegn Norðmönnum.

Lögreglan í Noregi hefur haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna gruns um að dönsk hegningarlög hafi verið brotin þegar knattspyrnufélagið Vålerenga keypti Veigar Pál Gunnarsson af liðinu Stabæk í ágúst. 

„Við teljum að það sé ástæða til að afla upplýsinga um hvað gerðist í tengslum við þessi kaup og hvort norsk hegningarlög hafi verið brotin," sagði Gro Smoegli, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Óslóarlögreglunnar, við TV2 í kvöld.  

Fram hefur komið að Vålerenga greiddi Stabæk aðeins 1 milljón norskra króna en greiddi jafnfram 4 milljónir norskra kóna fyrir kauprétt á 15 ára knattspyrnumanni, Herman Stengel.  Félögin hafa fullyrt að um sé að ræða tvo aðskilda samninga en grunur leikur á að Stabæk hafi með þessu vísvitandi snuðað franska knattspyrnufélagið Nancy. Þegar Veigar sneri aftur til Stabæk eftir ársdvöl hjá Nancy fylgdi með í kaupunum að franska félagið fengi helminginn af kaupverði hans ef Stabæk seldi Veigar síðar.

Síðan hefur komið fram að Stabæk bauð norska félaginu Rosenborg, sem einnig hafði áhuga á að kaupa Veigar Pál, svipaðan samning.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert