Hagnaður hjá FC Bayern 19. árið í röð

Uli Höness forseti FC Bayern München á aðalfundi félagsins í …
Uli Höness forseti FC Bayern München á aðalfundi félagsins í gær. Reuters

Þýska knattspyrnuliðið FC Bayern frá München greindi frá því í gær að afgangur hafi orðið á rekstri þess á síðasta keppnistímabili sem nemur rúmlega 200 milljónum króna eftir að skattar hafa verið greiddir. Það sem meira er þá er þetta 19. árið í röð sem félagið skilað afgangi af rekstri.

Á sama tíma hafa mörg af stærri félögum Evrópu verið rekin með tapi og m.a. kynnti Manchester City í gær að tap félagsins hafi verið rúmlega 190 milljónir punda, eða sem svarar til vel á fjórða tug milljaðra króna.

Velta FC Bayern á síðasta starfsári nam um 50 milljörðum króna. Karl-Heinz Rummenigge, einn stjórnandi félagsins, sagðist í gær vera stoltur af árangri og stöðu félagsins sem væri öðrum fyrirmynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert