Real Madrid áfram í toppsætinu

Rauðklæddir leikmenn Real Madrid fagna einu af mörkum sínum í …
Rauðklæddir leikmenn Real Madrid fagna einu af mörkum sínum í kvöld. Reuters

Real Madrid heldur þriggja stiga forskoti á Spánarmeistara Barcelona í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Real Madrid var rétt í þessu að leggja Valencia að velli, 3:2, í frábærum leik á Mestalla vellinum í Valencia en fyrr í kvöld burstaði Barcelona lið Real Zaragoza, 4:0.

Karim Benzema, Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid en Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real Madrid, skoraði bæði mörk heimamanna. Þetta var 11. sigurleikur Real Madrid í röð og áttundi sigur liðsins í röð í deildinni.

Meistaranir í Barcelona áttu ekki í vandræðum með að leggja Zaragoza að velli. Gerard Piqué, Lionel Messi, Carles Puyol, og David Villa gerðu mörk Börsunga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert