Leverkusen skellti Chelsea - Arsenal áfram

Sebastian Kehl hjá Dortmund og Aaron Ramsey hjá Arsenal eigast …
Sebastian Kehl hjá Dortmund og Aaron Ramsey hjá Arsenal eigast við í leiknum í London í kvöld. Reuters

Arsenal, Leverkusen og Apoel Nicosia tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leverkusen skellti Chelsea með marki í uppbótartíma og Barcelona vann AC Milan á útivelli, 3:2, og sigraði þar með í H-riðli keppninnar.

Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal sem vann Dortmund, 2:1, á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal varð um leið sigurvegar í F-riðli því Marseille tapaði 0:1 fyrir Olympiacos á heimavelli.

Leik Zenit St. Pétursborg og APOEL Nicosia lauk með 0:0 jafntefli í Rússlandi. Þar með er APOEL, spútniklið Meistaradeildarinnar til þessa, komið í 16-liða úrslit, fyrst liða frá Kýpur. Ef Shahktar vinnur Porto á eftir er Zenit líka komið áfram.

Leverkusen vann Chelsea, 2:1, þar sem Manuel Friedrich skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Chelsea komst yfir í seinni hálfleik þegar Didier Drogba skoraði en Erin Derdiyok jafnaði fyrir Leverkusen 20 mínútum fyrir leikslok. Leverkusen er þar með efst í E-riðli með 9 stig en Chelsea og Valencia eru með 8 stig. Valencia  burstaði Genk, 7:0, þar sem Soldado skoraði þrennu. Leverkusen er komið áfram með þessum úrslitum.

Xavi skoraði sigurmark Barcelona gegn AC Milan á San Siro, 3:2, og Spánarmeistararnir eru þar með sigurvegarar í H-riðli. Bæði liðin voru þegar komin áfram.

Úrslit í leikjunum:

E-RIÐILL:
19.45 Leverkusen - Chelsea 2:1. LEIK LOKIÐ
(Derdiyok 73., Friedrich 90. -- Drogba 49.)
19.45 Valencia - Genk 7:0. LEIK LOKIÐ
(Jonas 10., Soldado 13., 36., 40., Pablo Hernandez 68., Aduriz 70., Costa 81.)

Staðan: Leverkusen 9, Chelsea 8, Valencia 8, Genk 2.

F-RIÐILL:
19.45 Arsenal - Dortmund 2:1. LEIK LOKIÐ
(Van Persie 49., 86. -- Kagawa 90.)
19.45 Marseille - Olympiacos 0:1. LEIK LOKIÐ
(Fetfatzidis 82.)

Staðan: Arsenal 11, Marseille 7, Olympiacos 6, Dortmund 4.

G-RIÐILL:
17.00 Zenit St.Pétursborg - APOEL Nicosia 0:0. LEIK LOKIÐ
19.45 Shakhtar Donetsk - Porto 0:2. LEIK LOKIÐ
(Hulk 79., Rat 90.(sjálfsm.))

Staðan: APOEL 9, Zenit 8, Porto 7, Shakhtar 2.

H-RIÐILL:
18.00 BATE Borisov - Viktoria Plzen 0:1. LEIK LOKIÐ
(Bakos 42.)
19.45 AC Milan - Barcelona 2:3. LEIK LOKIÐ
(Zlatan Ibrahimovic 20., Prince-Boateng 54. -- van  Bommel 14.(sjálfsm.), Messi 31.(víti), Xavi 63.)

Staðan: Barcelona 13, AC Milan 8, Viktoria 4, BATE 2.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

21.38 - MÖRK - Dramatík í lokin í Leverkusen þar sem Manuel Friedrich skorar sigurmarkið gegn Chelsea í uppbótartíma, 2:1. Kagawa náði að skora á lokasekúndunum fyrir Dortmund gegn Arsenal en það breytti engu. Arsenal vinnur 2:1 og er komið í 16-liða úrslit. Barcelona vinnur AC Milan 3:2 og tryggir sér sigur í H-riðli en bæði lið voru komin áfram.

21.29 - MÖRK - Arsenal er á hraðleið í 16-liða úrslitin. Robin van Persie skorar aftur fyrir Arsenal á 86. mínútu, eftir sendingu frá Thomas Vermaelen, 2:0. Rétt á undan skoraði Hulk fyrir Porto gegn Shakhtar í Úkraínu, Valencia komst í 7:0 gegn Genk og Olympiacos er komið yfir í Marseille.

21.17 - MARK - Eren Derdiyok jafnar metin fyrir Leverkusen gegn Chelsea, 1:1, á 73. mínútu.

21.10 - MÖRK - Vegna netbilunar var ekki hægt að uppfæra mbl.is um skeið en það er komið í lag. Á meðan skoraði Robin  van Persie fyrir Arsenal gegn Dortmund á 49. mínútu og nánast á sömu stundu skoraði Didier Drogba fyrir Chelsea gegn Leverkusen. Á 63. mínútu kom Xavi Barcelona í 3:2 gegn AC Milan á San Siro, eftir að Kevin Prince-Boateng hafði jafnað fyrir Ítalina, og Valencia er komið í 6:0 gegn Genk.

20.33 - Hálfleikur kominn í leikjunum sex sem eru í gangi. Staðan er 0:0 í fjór á um þeirra en sjö mörk eru hinsvegar komin í leikjunum í Valencia og Mílanó.

20.26 - MARK - Og Soldado er ekki hættur því hann skorar sitt þriðja mark fyrir Valencia og kemur spænska liðinu í 4:0 gegn Genk á 40. mínútu.

20.23 - MARK - Soldado skorar aftur fyrir Valencia á 36. mínútu og lið hans er komið í 3:0 gegn Belgunum í Genk.

20.21 - Staðan er enn 0:0 hjá Leverkusen og Chelsea en litlu munaði að Michael Ballack kæmi Leverkusen yfir gegn sínum gömlu félögum. Hann átti skalla í þverslána á marki Chelsea.

20.18 - MARK - Mörk kvöldsins koma aðallega á San Siro og þar er Barcelona komið yfir á ný. Hinn eini og sanni Lionel Messi skorar úr vítaspyrnu á 31. mínútu, 1:2.

20.06 - MARK - AC Milan jafnar metin gegn Barcelona, 1:1, á 20. mínútu. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er þar að verki.

20.01 - MARK - Á Ítalíu er fyrsta markið í risaslagnum komið. Mark van Bommel sendir boltann í eigið mark og Barcelona nær forystu á 14. mínútu, 0:1, gegn AC Milan.

19.59 - MARK - Soldado bætir við marki fyrir Valencia gegn Genk, 2:0, á 13. mínútu.

19.57 - Valencia nær forystunni gegn Genk þegar Jonas skorar á 10. mínútu. Spánverjarnir setja þar með pressu á Leverkusen og Chelsea.

19.45 - Flautað til sex leikja þar sem mikið er í húfi á flestum völlum. Minnst hjá AC Milan og Barcelona sem eru bæði komin áfram.

19.04 - Flautað af í Pétursborg þar sem Zenit og APOEL gera 0:0 jafntefli. Kýpurbúarnir eru þar komnir í 16-liða úrslit og eru með 9 stig gegn 8 hjá Zenit.

17.54 - Hálfleikur í Pétursborg þar sem staðan er enn 0:0 hjá Zenit og APOEL. Kýpurbúarnir eru því áfram í forystuhlutverkinu í G-riðlinum og geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Liðsskipanir:

Arsenal: Szczesny, Koscielny, Mertesacker, Vermaelen, Andre Santos, Song, Ramsey, Arteta, Walcott, van Persie, Gervinho.
Varamenn: Fabianski, Diaby, Djourou, Arshavin, Frimpong, Chamakh, Benayoun.
Borussia Dortmund: Weidenfeller, Schmelzer, Hummels, Felipe Santana, Piszczek, Grosskreutz, Kehl, Kagawa, Bender, Gotze, Lewandowski.
Varamenn: Langerak, Leitner, Blaszczykowski, Barrios, Gundogan, Owomoyela, Perisic.

Bayer Leverkusen: Leno, Schwaab, Friedrich, Toprak, Kadlec, Bender, Rolfes, Castro, Ballack, Sam, Kiessling.
Varamenn: Giefer, Reinartz, Oczipka, Schurrle, Ortega, Derdiyok, Jorgensen.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Terry, Bosingwa, Lampard, Meireles, Ramires, Sturridge, Drogba, Mata.
Varamenn: Turnbull, Torres, Mikel, Malouda, McEachran, Kalou, Alex.

Mark van Bommel hjá AC Milan sendir boltann í eigið …
Mark van Bommel hjá AC Milan sendir boltann í eigið mark en Xavi hjá Barcelona fylgist með. Reuters
Simon Rolfes og Frank Lampard eigast við í leik Leverkusen …
Simon Rolfes og Frank Lampard eigast við í leik Leverkusen og Chelsea. Reuters
Leikmenn APOEL frá Kýpur klappa fyrir stuðningsmönnum sínum eftir að …
Leikmenn APOEL frá Kýpur klappa fyrir stuðningsmönnum sínum eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum í kvöld. Reuters
Aleksandr Anjukov reynir að róa stuðningsmenn Zenit en gera þurfti …
Aleksandr Anjukov reynir að róa stuðningsmenn Zenit en gera þurfti 10 mínútna hlé á leiknum við APOEL vegna reyks frá blysum þeirra. Reuters
Aleksandr Anjukov og Viktor Fajzulin, leikmenn Zenit, og Nektarios Alexandrou, …
Aleksandr Anjukov og Viktor Fajzulin, leikmenn Zenit, og Nektarios Alexandrou, leikmaður APOEL, í leik liðanna í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert