Lars – láttu Heiðar í friði

Heiðar Helguson ræðir við Lars Lagerbäck.
Heiðar Helguson ræðir við Lars Lagerbäck. twitter.com

Heiðar Helguson hefur heldur betur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Þegar Heiðar samdi aftur við QPR í sumar efuðust margir um að hann ætti erindi í þessa bestu deild í heiminum á ný en Dalvíkingurinn hefur algjörlega þaggað niður í þeim röddum síðustu vikurnar.

Framganga Heiðars hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá nýjum landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Svíinn mætti á leik hjá QPR á dögunum og ræddi við hann og hefur síðar látið hafa eftir sér að hann ætli að halda áfram að reyna að telja Heiðari hughvarf. Framherjinn kröftugi lýsti því nefnilega yfir síðsumars að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Ástæðan væri sú að hann vildi einbeita sér að því að framlengja sinn feril í atvinnumennskunni eins og kostur væri.

Viðhorfsgrein Víðis er að finna í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert