„Hann lenti á röngum manni“

Esteban Alvarado tekur hraustlega á móti fótboltabullunni sem réðst að …
Esteban Alvarado tekur hraustlega á móti fótboltabullunni sem réðst að honum. Reuters

„Þetta var ansi skrautleg uppákoma. Ég heyrði fyrst að áhorfendur fóru að blístra og öskra og þá sá ég mann hlaupa inn á völlinn. Hann kom aftan að markverðinum okkar og ætlaði að sparka í hann en á síðustu stundu varð markvörðurinn var við manninn. Hann náði að verjast honum og koma honum niður í grasið og hans viðbrögð voru að sparka í manninn þar sem hann lá í grasinu,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður hollenska knattspyrnuliðsins AZ Alkmaar, við Morgunblaðið í gær.

Atvikið sem Jóhann Berg lýsir átti sér stað í viðureign Ajax og AZ í hollensku bikarkeppninni sem fram fór á Amsterdam Arena-vellinum, heimavelli Ajax, í fyrrakvöld. Markvörður AZ, Esteban Alvarado, 22 ára gamall frá Kosta Ríka, brást illur við árás „fótboltabullunnar“. Hann svaraði fyrir sig með því að sparka harkalega í manninn í tvígang og í kjölfarið dró dómarinn upp rauða spjaldið og rak Alvarado af velli. Þjálfari AZ varð fokreiður með þessa ákvörðun dómarans og kallaði sína menn af velli og leikurinn var flautaður af. Þá voru 37 mínútur liðnar af leiknum og staðan 1:0 fyrir Ajax en Jóhann Berg var á meðal varamanna AZ.

Jóhann segir nánar frá þessu umtalaða atviki og markverðinum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert