Hannes yfirgefur Kákasusfjöllin

Hannes Þ. Sigurðsson fagnar marki fyrir FH.
Hannes Þ. Sigurðsson fagnar marki fyrir FH. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson verður ekki áfram í herbúðum rússneska liðsins Spartak Nalchik. Samningur Hannesar við félagið rann út á dögunum en hann yfirgaf FH í ágúst og gerði samning við liðið sem gilti til 15. desember. Hannes lék sex leiki með liðinu í rússnesku úrvalsdeildinni en það er frá borginni Nalchik, skammt frá landamærum Rússlands og Georgíu í Kákasusfjöllum.

„Það fer vonandi allt í gang hjá mér í janúar. Ég stefni á að spila áfram erlendis en hvar er ekki ljóst ennþá,“ sagði Hannes við Morgunblaðið í gær. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert