ÍBV Íslandsmeistari í innifótbolta

Magnús Gylfason stýrir nú liði ÍBV.
Magnús Gylfason stýrir nú liði ÍBV. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÍBV sigraði Víking frá Ólafsvík 5:0 í úrslitaleik Íslandsmótsins í innifótbolta, eða futsal eins og alþjóðlega nafnið er á íþróttinni.

Úrslitaleikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í dag en undanúrslitaleikirnir voru spilaðir í gær. Þá sló ÍBV út fráfarandi meistara, Fjölni, 7:3 en Víkingur vann Leikni Reykjavík 4:3 en Leikni stýrir landsliðsþjálfarinn í innifótbolta, Willum Þór Þórsson.

ÍBV tryggði sér með þessu keppnisrétt í Evrópukeppninni í innifótbolta sem hefst í ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert