Birkir eftirsóttur samkvæmt umboðsmanni

Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska knattspyrnuliðsins Viking frá Stafangri, hefur úr mörgum atvinnutilboðum að velja ef marka má ummæli umboðsmanns hans, Jims Solbakken hjá TV2 í Noregi. Samningur Birkis við Viking rann út í haust og segir Solbakken að hann sé meðal annars með tilboð frá liði í ensku B-deildinni.

„Birkir er með tilboð í höndunum frá mörgum félögum,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að þau séu frá Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku og Englandi.

„Núna er ég staddur í Þýskalandi að skoða nokkra hluti fyrir Birki,“ sagði Solbakken jafnframt.

Birkir, sem er 23 ára, á að baki níu landsleiki með A-landsliðinu og 25 leiki með U-21 árs liði Íslands þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Birkir var í eldlínunni með liðinu í sumar á lokamóti Evrópumótsins sem fram fór í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert