Spænska deildin talin vera sterkust

Barcelona á stærstan þátt í að gera spænsku 1. deildina …
Barcelona á stærstan þátt í að gera spænsku 1. deildina þá sterkustu í heimi. Reuters

Spænska 1. deildin í knattspyrnu er sú sterkasta í heimi að mati Alþjóðasambands fótboltatölfræðinga og fótboltasagnfræðinga en árlegur listi þess kom út í gær.

Enska úrvalsdeildin er í öðru sæti, A-deildin í Brasilíu er í þriðja sæti, portúgalska 1. deildin í fjórða, franska 1. deildin í fimmta, þýska 1. deildin í sjötta, ítalska A-deildin í sjöunda, argentínska A-deildin er í áttunda sæti, hollenska úrvalsdeildin í níunda sæti og 1. deildin í Chile er talin vera sú tíunda sterkasta í heimi.

Deildirnar á Spáni og á Englandi skera sig nokkuð úr hvað gæði varðar en margar af helstu stjörnum heimsfótboltans spila í þessum deildum.

Á síðasta ári var spænska 1. deildin einnig talin vera sú besta. Enska úrvalsdeildin var í öðru sæti, ítalska A-deildin í þriðja, brasilíska deildin í fjórða og þýska 1. deildin í fimmta sætinu.

Íslenska Pepsi-deildin er í 84. sæti á heimslistanum og fyrir ofan Senegal en á eftir Kamerún.

Skoska úrvalsdeildin er í 23. sæti á heimslistanum og af Norðurlandaþjóðunum þykir danska úrvalsdeildin vera sú sterkasta. Hún er í 29. sæti. Sænska úrvalsdeildin er í 35. sæti og norska úrvalsdeildin er talin vera sú 50. sterkasta í heimsfótboltanum.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert